Starfsmat

Starfsmatskerfið SAMSTARF er notað til að ákvarða launsetningu þeirra félaga sem starfa hjá sveitarfélögum á íslandi. Verkefnastofa starfsmats sér um starfsmat fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Starfsmatskerfið er aðeins starfaröðunarkerfi en ekki kerfi til að meta hvað eru „sanngjörn“ laun í krónum talið. Kerfið byggir á hlutlægum viðmiðum sem notuð eru til að bera saman störf í samræmi við þær kröfur sem í störfunum felast, óháð hæfni þeirra sem þau vinna. Markmið starfsmats er að tryggja að starfsmönnum séu ákvörðuð laun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er og á að leiða til þess að störfum sé raðað þannig til grunnlauna að þau séu hin sömu fyrir störf sem metin eru jafnkrefjandi, óháð starfsstöðum, stéttarfélagi eða kyni.

Á vef Verkefnastofu starfsmats má finna greinargóða upplýsinga um starfsmatskerfið SAMSTARF.

Ítarefni

Aðstoð skrifstofu

Ef þú vilt leita til skrifstofunnar varðandi ráðgjöf eða spurningar þá er þjónustuskrifstofa er til húsa í Borgartúni 6 (sama húsi og BHM). Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er: 595-5140 og netfangið er: hvsl@hvsl.is